SKÁLDSAGA

Líana

E. Marlitt var höfundanafn þýska rithöfundarins Friederieke Henriette Christiane Eugenie John (1825–1887) en hún þótti á sínum tíma einn frambærilegasti rithöfundur Þjóðverja og voru sögur hennar mjög vinsælar.

Sagan Líana sem í íslenskri þýðingu sem birtist í Nýjum kvöldvökum árið 1916 nefndist á þýsku Die zweite frau og var áttunda skáldsaga Eugenie John. Kom sagan fyrst út í Leipzig árið 1874.

Er þetta rómantísk skáldsaga en um leið þykir hún draga upp áhugaverða og lýsandi mynd af þýsku efri stéttar samfélagi þess tíma.

Ritstíll Eugenie þótti frísklegur og um margt ólíkur þýskum kollegum hennar. Í verkum sínum náði hún gjarnan að sameina bókmenntalega fegurð og léttan gáska sem ekki fer alltaf saman.


HÖFUNDUR:
E. Marlitt
ÚTGEFIÐ:
2019
BLAÐSÍÐUR:
bls. 246

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :